Morkinskinna

Skólasetning

17. ágúst

Skóli settur við hátíðlega athöfn.

Undirfélagakynningar í Cösu

18.—21. ágúst

Undirfélög Skólafélagsins standa fyrir kynningu á starfi sínu í Cösukjallara. Meðal þess sem þau kynna eru umsóknir og viðtöl í nefndirnar.

Opnunarkvöld félagslífsins

21. ágúst

Framtíðin stendur fyrir kvöldi í Cösukjallara og hefð er fyrir því að allir nýnemar mæti. Oftast nær er um að ræða ræðukeppni þar sem pressulið eldri nemenda etja kappi.

Sveinbjargarmyndatökur

24.—8. ágúst

Myndatökur fyrir rafrænt myndaalbúm MR-inga fara fram á Amtmannsstíg. Hver bekkur fær tíma í myndatöku og eru myndirnar svo birtar á Skólafélagssíðunni. Sveinbjörg er símaskrá MR-inga inni á vefsíðunni og þessar myndir eru prófílmyndir nemenda þar.

Skráningarvika Framtíðarinnar

24.—8. ágúst

Skráningar fara fram í Framtíðina í Cösu.

BUSAVIKA

31. ágúst—4. september

Sumir segja busavikuna skemmtilegustu viku skólagöngunnar. Í vikunni er nóg um að vera, pálínuboð 3. og 6. bekkja, sala á varningi tengdum busaballinu, uppákomur í Cösu og svo busadagurinn sjálfur.

Tolleringar

3. september

Árlega má sjá nýnemum þeytt upp til skýja á túninu fyrir framan Gamla skóla. Þetta er aldagömul hefð skólans og það er sérstök tilfinning að lenda mjúklega eftir flugið en þá er maður loksins orðinn vígður MR-ingur.

BusaRAVE skólafélagsins

3. september

Busarave Skólafélagsins hefur skapað sér algera sérstöðu á meðal annarra menntaskólaballa. Stemningin sem myndast fyrir ballinu ár hvert er engu lík. Busarave 2015 er það stærsta til þessa og ljóst að Vodafone höllin verður á eldi.

Herranæturvika

7.—11. september

Leikfélagið Herranótt stendur fyrir viðburðum í Cösu og skráningu á námskeið sín, en á þeim gefst nemendum tækifæri á að taka þátt í uppsetningu Herranætur þetta árið. Varast ber að rugla þessari viku ekki saman við frumsýningarviku Herranætur en hún er seinna á skólaárinu.

Skemmtikvöld Skólafélagsins

10. september

Skemmtikvöld Skólafélagsins, áður stelpu- og strákakvöld, eru skemmtileg og fræðandi kvöldstundir í cösu þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar og skemmtikraftar stíga á stokk og spjalla við nemendur. Haldin eru tvö kvöld af þessum toga, en hitt er eftir áramót.

Nýnemaferð

11.—12. september

Um miðjan september fer þriðji bekkur í hópferð á Flúðir. 3. bekkur er stór svo að ferðin er í tveimur hollum. Það er gaman að fara í ferð með nýju skólafélögunum og þarna fá nýnemar tækifæri til að kynnast hver öðrum betur. Hópefli, hlutverkaleikir og fullt af fyndnu dóti. Takið helgina frá.

Skólóvika

14.—18. september

Skólóvikan er ný vika en jafnframt ein mikilvægasta vika ársins. Tónlistarveisla í boði Skólafélagsins!

depression awareness week

21.—25. september

Vika sem snýst um vitundarvakningu um geðsjúkdóma. Vikan dregur nafn sitt af þunglyndi sem er einn algengasti geðsjúkdómur meðal fólks á okkar aldri. Vikan verður haldin í fyrsta sinn í ár, en Andrea Urður í 6. U stendur fyrir henni.

MR-ví vikan

28. september—2. október

MR-ví vikan er nokkurra ára gömul hefð. Skólarnir hrekkja hvor annan á einn eða annan hátt og skapast þannig keppnisandi beggja vegna víglínunnar. Rígurinn nær svo hápúnkti á sjálfum MR-ví deginum þar sem skólarnir mætast og keppast um að sigra alls kyns þrautir og lýkur honum með ræðukeppni þar sem MR ber vanalega með sigur úr býtum.

ÁRSHÁTÍÐARVIKA SKÓLAFÉLAGSINS

5.—9. október

Ef þú vilt einhvern tímann ekki vera veikur heima þá er það í árshátíðarvikunni. Casa tekur á sig nýjan blæ og skemmtileg stemning og eftirvænting ríkir í skólanum. Hádegishléin eru full af fjölbreyttum skemmtiatriðum þannig að það gengur ekki að vera stofulúði og borða í skömm sinni nestið inni í stofu meðan maður bíður eftir næsta tíma. Það sem gerir vikuna líka enn betri er að það eru í raun tveir fössarar í henni, enda frí á fimmtudegi og föstudegi. Á fimmtudeginum nær vikan hámarki með árshátíðinni sjálfri og geta nemendur svo notið þess að vera í vetrarfríi það sem eftir er af vikunni.

Árshátíð Skólafélagsins

8. október

Dagar gerast ekki betri en árshátíðardagurinn. Frí er í skólanum þann dag svo MR-ingar geta mætt útsofnir í bekkjarbrunch um hádegisbil. Þar er hægt að gæða sér á alls kyns gúmmelaði á meðan maður horfir á árshátíðarsjónvarpið með bekkjarfélögunum. Eftir það gefst tími til að púsla síðustu púslunum í dress kvöldsins eða slaka á og gera sig klára(n) í átök kvöldsins. Um kvöldið mæta nemendur svo í árshátíðarkvöldverðinn. Þar er sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit. Á meðan fólk nýtur matarins nýtur það tónlistar og skellir upp úr yfir skemmtiatriðum. Áður en sjálfur dansleikurinn hefst gefst nemendum kostur á að hópa sig saman í heimahúsum og gíra sig upp. Dansleikurinn stendur alltaf fyrir sínu og myndast skemmtileg stemning þar sem MR-ingar geta dansað við undirleik stórsveitar, að gömlum sið. Einnig frí daginn eftir svo MR-ingar þurfa ekki að spara neitt þetta kvöld!

Hausthlé

8.—9. október

Tæpir tveir mánuðir búnir af skólanum og menn lurkum lamdir. Frí sem byrjar á fimmtudegi með árshátíðinni og er allt fram að sunnudegi.

Megavika Framtíðarinnar

12.—16. október

Á hverri önn stendur Framtíðin fyrir svokölluðum Megavikum en í þeim er yfirleitt mikið um að vera í Cösu.

Íþróttavika

19.—23. október

Í íþróttavikunni gefur íþróttaráð MR-ingum kost á að prófa sig í hinum ýmsu íþróttum. Íþróttatengdir viðburðir eru í hádegishléum og oftast er boðið upp á fleiri viðburði eftir skóla, t.d. fótboltamót. Skemmtileg vika fyrir íþróttagarpa.

Sokkaball 4. bekkjar

23. október

Sokkaballið er hvert haust en þá flykkjast fjórðu bekkingar á Flúðir klæddir lopapeysum og sokkum. Þar er dansað fram á kvöld og endar dagskráin á sundferð áður en haldið er aftur heim á leið um kvöldið.

Listavika

26.—30. október

Í listaviku gefst MR-ingum tækifæri á að rækta sköpunarhæfileika sína og sækja ýmsa viðburði sem tengjast menningu og listum. Þessi vika er á vegum listafélagsins og er tónsmíðakeppnin Orrinn hápunktur vikunnar.

Orrinn

30. október

Tónsmíðakeppnin Orrinn er á föstudeginum í listavikunni. Margir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni en eina reglan er að verkið sé frumsamið. Því er ekkert að óttast og það eru engin þáttökuskilyrði nema brennandi áhugi.

Frúardagsvika

2.—6. nóvember

Leikfélag Framtíðarinnar stendur fyrir viku.

Iceland Airwaves

4.—8. nóvember

Flestir ættu að kannast við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hún hefur verið haldin árlega síðan hún var haldin fyrst 1999 í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Síðan þá hefur hátíðin vaxið mikið og fólk frá öllum heimshornum mætir á hátíðina. Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á nýja, ferska tónlist og upprennandi tónlistarmenn. Þessi hátíð stendur frá miðvikudegi til sunnudags og er tilvalin fyrir tónlistarþyrsta MR-inga sem eru komnir með léttan skólaleiða, eða ekki, á þessum tíma árs.

Frumsýning Frúardags

6. nóvember

Frumsýning Frúardags er alltaf skemmtilegur viðburður en þar sést afrakstur margra vikna æfinga. Stór hópur kemur að sýningunni (leikarar, hljómsveit og förðunarnefnd) og þarf allt að smella saman svo sýningin gangi upp. Svo er aldrei að vita nema næsti Ingvar E. leynist meðal leikhópsins!

Afhjúpun Aldarinnar

13. nóvember

Einn merkasti viðburður í sögu MR og hvað þá Skólafélagsins. Hans hefur lengi verið beðið og þú vilt ekki missa af þessu.

Nördavika

16.—20. nóvember

Akademían sér um nördavikuna og skipuleggur ýmsa viðburði tengda starfinu. Vikan endar svo oftast á LAN-móti en þar spilar fólk fram á nótt og gæðir sér jafnvel á orkudrykkjum til að halda sér hyper

Jólavika

23.—27. nóvember

Í jólavikunni gengur allt út á kósýheit og jólastemningu. Þar sem lítill tími gefst fyrir jólaundirbúning þegar prófatörnin skellur á er gott að reyna gleyma sér og komast í smá jólaskap.

Jólapróf hefjast

30. nóvember

Mörg próf á stuttum tíma. Má borða mikið af smákökum. Mjög sniðugt að læra smá og reyna að falla ekki mikið, það hjálpar fyrir næsta ár.

Jólaball

17. desember

Ef það er eitthvað ball þar sem MR-ingar eiga skilið að skemmta sér er það Jólaballið. Eftir tveggja vikna prófatörn drögum við fram dansskóna og sparífötin og fögnum jólafríi og próflokum. Jólin eru tími fyrir djamm og goodshit chill og kristallast þetta allt saman í Jólaballi Skólafélagsins.

Jólaleyfi

18. desember—3. janúar

Einkunnarafhending

18. desember

Þorláksmessa

23. desember

Aðfangadagur

24. desember

Jóladagur

25. desember

Annar í jólum

26. desember

Skólasetning

4. janúar

Jólafríið er búið. Nýtt ár, nýir tímar. Allir eru mjög spenntir að byrja aftur í skólanum. Ehm.

Megavika Framtíðarinnar

11.—15. janúar

Megavika Framtíðarinnar er stútfull af spennandi uppákomum. Alltaf eitthvað að gerast í Cösu, og endar vikan oft á skemmtilegum hittingi á föstudagskvöldinu.

Hinseginvika

18.—22. janúar

Hinseginvikan var haldin í fyrsta sinn í fyrra, en það er Catamitus, hinseginfélag MR, sem stendur fyrir henni. Í vikunni er FJÖLBREYTT dagskrá, en þar má nefna fyrirlestra, fræðslu og skemmtilega viðburði sem við koma málum hinseginfólks.

Góðgerðarvika

1.—5. febrúar

Í góðgerðaviku Framtíðarinnar koma góðhjartaðir MR-ingar út úr skelinni og gera misgáfulega hluti í gróðaskyni. Allt í þágu góðs málefnis að sjálfsögðu. Í fyrra safnaðist milljón og er stefnan sett enn hærra í ár.

SÖNGKEPPNISVIKA SKÓLAFÉLAGSINS

8.—12. febrúar

Vikan í aðdraganda Söngkeppni Skólafélagsins er ein glæsilegasta vika skólaársins. Í henni sameina Skólafélagsstjórn, skemmtinefnd og Söngkeppnisnefnd krafta sína til að gera alla daga að stórri veislu. Í Cösu eru svo seldir miðar á söngkeppnina sjálfa ásamt því sem hægt verður að kaupa þá hjá bekkjarráðsmanni.

SÖNGKEPPNI SKÓLAFÉLAGSINS

12. febrúar

Söngkeppni Skólafélagsins er veglegasti viðburður nemendafélaganna á vorönn. Öllu er til tjaldað og um 12 atriði stíga á stokk, að þessu sinni í Hörpu. List, eftirvænting og lífsgleði einkenna kvöldið og viðburður þessi hefur troðfyllt ófáan salinn. Söngkeppni Skólafélagsins er eitthvað sem enginn missir af.

Á síðasta skólaári fór Karólína Jóhannsdóttir, nú nemandi í 6. B, með sigur af hólmi og sigraði í framhaldinu Söngkeppni Framhaldskólanna 2015.

Árshátíðarvika Framtíðarinnar

15.—19. febrúar

Stærsti viðburður Framtíðarinnar verður að þessu sinni haldinn fimmtudaginn 18. febrúar. Hefð er fyrir því að bekkirnir borði saman og menn eru krýndir bekkjartitlum. Að kvöldverði loknum heldur bekkurinn á árshátíðarballið sjálft þar sem dansað er fram eftir nóttu. Sannkölluð hátíð á bæ enda frí frá skóla daginn eftir.

Árshátíð Framtíðarinnar

18. febrúar

Stærsti viðburður Framtíðarinnar verður að þessu sinni haldinn fimmtudaginn 18. febrúar. Hefð er fyrir því að bekkirnir borði saman og menn eru krýndir bekkjartitlum. Að kvöldverði loknum heldur bekkurinn á árshátíðarballið sjálft þar sem dansað er fram eftir nóttu. Sannkölluð hátíð á bæ enda frí frá skóla daginn eftir.

Sonar Reykjavík

18.—20. febrúar

Vorhlé

19.—22. febrúar

Vorhlé er sambærilegt hausthléi í árshátíðarviku Skólafélagsins á haustönn. Nemendur fá tvo daga fyrir og eftir helgi til þess að hvíla sig andlega og líkamlega fyrir átök seinni hlutar annarinnar. Góómsætt.

Afmæli inspectors

21. febrúar

Herranæturvika

23.—26. febrúar

Stjórn Herranætur ásamt leikhópi og öðrum aðstandendum sýningarinnar standa fyrir fjölda viðburða í vikunni fyrir frumsýningu til þess að skapa stemningu fyrir frumsýningunni. Miðasala er í cösu og eru nemendur hvattir til þess að hafa hraðann á því miðafjöldi er takmarkaður!

Frumsýning Herranætur

26. febrúar

Frumsýningardagur Herranætur er uppskeruhátíð allra sem koma að sýningunni. Hópurinn fær allur leyfi frá skóla til að leggja lokahönd á undirbúninginn. Yfirleitt ætlar allt til fjandans á lokasprettinum en á örlagastund kemur þetta heim og saman og útkoman er stórkostleg. Himinn litast af örvæntingu og stressi en ennfremur af samheldni og stolti yfir afrakstri margra mánuða strits. Blóð, sviti og tár verða að enn annarri stórsýningu hjá einu flottasta leikfélagi á Íslandi. Góða skemmtun!

Feministavika

29. febrúar—4. mars

Sneisafull vika af viðburðum tengdum réttindabaráttu kvenna. Femínistafélag MR komst fyrst á almennilegt skrið í fyrravetur en með dagskránni miðar félagið að því að minna á merka sögu baráttu íslenskra kvenna sem útlenskra. Skemmtileg og gríðarlega mikilvæg vika.

Skemmtikvöld Skólafélagsins

3. mars

Skemmtikvöld Skólafélagsins, áður stelpu- og strákakvöld, eru skemmtilegar og fræðandi kvöldstundir í cösu þar sem alls konar fyrirlesarar og skemmtikraftar stíga á stokk og spjalla við nemendur. Óhefðbundin skemmtun fyrir ungmenni eins og okkur. Eitt lykilhlutverka skemmtinefndar og má búast við einstakri dagskrá.

Grímuballsvika

14.—18. mars

Framtíðin stendur fyrir hinum ýmsu viðburðum í aðdraganda Grímuballsins á fimmtudeginum. Casa iðar af lífi, tónlist og gleði.

Grímuball Framtíðarinnar

17. mars

Síðasta ballið sem 6. bekkur má mæta á. Búningar, sviti og dans. Vinsælt ball sem enginn missir af.

Páskaleyfi

19.—29. mars

Nokkurra daga leyfi sem nemendur nýta ýmist til svefns, lærdóms eða utanlandsferða. Maður ræður alveg sjálfur hvað maður gerir. Það er líka geggjað mikið súkkulaði í boði. Næs.

World Class_logo Created with Sketch.

Kosningavika

11—15. apríl

Mest stressandi vika skólaársins. Meira stressandi en jóla- og vorprófsvikurnar samanlagt. Frambjóðendur til hinna ýmsu nefnda, ráða og embætta innan nemendafélaganna fá tækifæri til þess að kynna sig og stefnumál sín í cösukjallara. Casa fyllist af svöngum MR-ingum sem sumir hverjir hafa mikinn áhuga á kosningunum og spyrja frambjóðendur spjörunum úr, aðrir eru bara svangir og kjósa þann sem gaf þeim mestan mat. Það er besta týpan, ef einhver var að pæla.

Kosningar

15. apríl

Erfiðasti dagur vikunnar. Spenna í loftinu, rafmögnuð stemming á göngum skólans. Frambjóðendur til inspector scholae og forseta Framtíðarinnar eyða deginum oftar en ekki að anda í poka uppi á skrifstofu hjá Írisi geðhjúkrunarfræðingi. Djók. Samt ekki.

Kjörsókn er yfirleitt rúmlega 90% og stefnan er sett á 100% í ár. Hvert einasta atkvæði skiptir máli og það er gríðarlega mikilvægt að kynna sér öll framboðin og að taka meðvitaða ákvörðun. Ekki kjósa vini ykkar því þeir eru vinir ykkar, kjósið vini ykkar ef þeir eru í alvörunni þeir einstaklingar sem þú tekur best til þess fallnir að sinna umræddu embætti. Þetta skiptir máli.

Aðalfundur Framtíðarinnar

18. apríl

Framtíðin heldur aðalfund sinn að vori. Málefni þaulrædd og farið yfir lagagerð að kosningum loknum.

Dimmisio

20. apríl

Eini skóladagurinn þar sem partývatn virðist vera leyfilegt á skólalóðinni. 6. bekkingar hittast snemma um morguninn, klæða sig í misgáfulega búninga og njóta dagsins í faðmi bekkjarfélaga. Athöfn er á sal þar sem dimmitendi (*) syngja fyrir kennaralið, nýr inspector scholae er vígður og við tekur athöfn á túninu fyrir utan Gamla Skóla. Kennarar eru kallaðir út og þeim eru veittar gjafir. 6. bekkingar eru svo sóttir á stóra bíla sem keyra þau um miðbæinn og dagurinn er síðan nýttur í ratleiki og fjör.

Um kvöldið fara allir snemma heim að sofa til að hvíla sig eftir daginn. Gott að fara snemma að sofa.

Sumardagurinn fyrsti

21. apríl

Frí í skólanum en að öðru leyti tiltölulega merkingarlaus dagur.

Kennslulok

28. apríl

Ekki lengur tímar og prófin eftir korter. Syndir liðinnar annar skríða upp bakið á þér og læsa klónum í hálsinn á þér. Bekkjarmyndir eru teknar fyrir utan gamla skóla.

Árspróf hefjast

29. apríl

Vorpróf semsagt. Næstum eins og jólaprófin - en skipta raunverulegu máli. Þú vilt ekki klúðra þessu. Meiri tími, dagur á milli prófa og svona. Það er mismunandi eftir fólki hvort það dettur í sundur eða tútnar út, við sjáum hvað setur. Ef allt klikkar er hægt að kenna blórabögglinum um það. Munið að fimm ára fjör er viðurkennt.

Uppstigningadagur

5. maí

Annar í hvítasunnu

16. maí

Einkunnaskil

25. maí

Besti og versti dagur ársins. Sennilega hið síðarnefnda.

Prófsýning

26. maí

Fínt að mæta ef maður er með sturlaða fullkomnunaráráttu.

Brautskráning nýstúdenta

27. maí

Adios 6. bekkur.

Skólaslit

27. maí

Turn up!

Endurtökupróf

1. júní

Og hér er svo tækifærið til að redda sér.

Endurtökupróf

3. júní

Próftökureglur má sjá í Morkinskinnu! Koma svo.